Fagmenska, þekking & reynsla.
JR Trésmíði er alhliða trésmíðafyrirtæki með áratugalanga reynslu í húsasmíði og löggildingu húsasmíðameistara.
Við leggjum ríka áherslu á faglega þjónustu og vönduð vinnubrögð, hvort sem um ræðir viðhald eða umfangsmiklar breytingar. Með sérþekkingu og áreiðanleika tryggjum við ánægju viðskiptavina okkar. Kostir þess að treysta fagmönnum fyrir verkinu eru augljósir, helstu verkefni okkar snúa að nýbyggingu og viðhaldi, byggingarstjórn og ástandsskoðun!
Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar eða bóka ráðgjöf.
Nýbygging & Viðhald
Við sérhæfum okkur í nýbyggingum og viðhaldi fasteigna með áherslu á fagmennsku, áreiðanleika og vönduð vinnubrögð. Við tökum að okkur hurða- og gluggaskipti, glerísetningar og húsklæðningar, sem tryggja bæði endingu og fallegt yfirbragð eignarinnar.
Þakviðgerðir eru unnar af kostgæfni til að tryggja öryggi og veðurvörn, en einnig smíðum við sólpalla og skjólveggi sem bæta notagildi útisvæða. Við útbúum milliveggi og niðurtekin loft til að skapa hagkvæm og vel skipulögð rými.
Jafnframt sérhæfum við okkur í nákvæmri parketlögn og faglegri uppsetningu innréttinga, með það að markmiði að skila vel heildstæðri og vandaðri útfærslu fyrir hverja eign.
Byggingarstjórn
Við veitum faglega verkefna- og byggingarstjórnun fyrir bæði minni og stærri verkefni. Við tryggjum markvissan undirbúning, skýra áætlanagerð og skilvirka framkvæmd.
Verkefnastjórnun felur í sér greiningu og stýringu áhættuþátta, innkaup, kostnaðareftirlit, verkefnagát og fagleg verklok. Með okkar reynslu og skipulagi tryggjum við vandaðan frágang og verk sem standast allar gæðakröfur.
Fagleg Ástandsskoðun
Kaup fasteignar eru ein stærsta fjárfesting sem einstaklingur ræðst í, og flestir stefna að því að eignast sitt draumahúsnæði. Ástandsskoðun er lykilatriði í þessu ferli, þar sem hún veitir mikilvægar upplýsingar um ástand eignarinnar og möguleg viðhaldsatriði.
Við framkvæmum ítarlega skoðun á fasteignum og skráum niðurstöður í nákvæma skýrslu. Skýrslan tekur mið af byggingarþáttum eignarinnar ásamt gildandi lögum, reglugerðum og opinberum gögnum. Með hverri skoðun fylgir vönduð skýrslugerð á PDF-formi með myndrænum útskýringum.
Verð á ástandsskoðun íbúðar byrjar frá 75.000 kr. án vsk og fer eftir stærð eignarinnar. Einnig er í boði hraðskoðun, þar sem gengið er um eignina með eiganda og ástand hennar skráð í útfyllt eyðublað sem afhent er í tvíriti.
Hafðu Samband við okkur
Vantar þig faglega ráðgjöf eða þjónustu í tengslum við nýbyggingar, viðhald fasteigna, byggingarstjórnun eða ástandsskoðun?
Við erum tilbúin að aðstoða þig.
Sendu okkur fyrirspurn og fáðu faglegt mat á þínu verkefni!
johann(at)jrtresmidi.is
(+354) 782-9682